Borgó - vefmiðlun 2021

Lærum að hanna vefsíður!

“Digital design is like painting,
except the paint never dries.

- Neville Brody

Lykilþættir til að hafa í huga í vefhönnun:

01.

Tilgangur síðunnar

Fyrir hvern er síðan? Hverjir eru væntanlegir notendur og hvernig þjónar efni síðunnar þeim sem best?

02.

Einfaldleiki

Notendavænar síður eru yfirleitt einfaldar og skýrar. Fólk ferðast hratt um netið og  þarf að geta fundið lykilupplýsingar á auðveldan og aðgengilegan hátt. 

03.

Grafísk hönnun

Sjónræn framsetning er lykilatriði í að hanna góða og notendavæna síðu. Myndir, litir og letur spila stórt hlutverk í að beina augum notandans á rétta staði. 

04.

Hraði og virkni

Fólk hefur stutta þolinmæði á vefnum, síða þarf helst að hlaðast inn á innan við 2 sekúndum annars er hætt við að manneskjan fari út og finni aðra síðu með því efni sem hún leitar eftir. Rétt myndvinnsla á efninu sem hlaðið er inn á vefinn skiptir miklu máli hvað varðar hraðann. En ýmsir aðrir tæknilegir þættir skipta líka máli.

Forrit

WORDPRESS

WordPress er vinsælasta kerfið til að hanna vefsíður og keyrir yfir 40% af vefsíðum netsins. 

Undanfarin ár hafa bæst við fjölmörg önnur sístem sem keppa við WordPress eins og Wix, Squarespace, Weebly, Webflow og fleiri. WordPress er þó enn það platform sem lendir í fyrsta sæti hvað varðar möguleika í hönnun sem er m.a. vegna gríðarlegs fjölda af þemum og alls kyns viðbótum sem hægt er að nota.

Innblástur

hvers vegna vefhönnun?

Hjálplegar síður

Google fonts

Hér er síða google þar sem hægt er að skoða allt letur sem er í boði þar. Þetta letur er allt hægt að velja inni í WordPress en það getur verið fljótlegra og þægilegra að fara á Google fonts síðuna og velja.

Ljósmyndir

Það er heilmikið úrval að finna af fríum ljósmyndum í ýmsum myndabönkum. Inn í WordPress er dáldið af myndum, svo eru vefir eins og Unsplash og Pexels með myndir.

Litir

Hér er Adobe síða til að velja litasamsetningar og þarna er líka hægt að skoða notendavænleika litavals og finna hvaða kontrast þarf að vera til að texti sé læsilegur.