AÐ BÚA TIL VALBAR / MENU
One Page Menu / einnar síðu valbar
Svona gerirðu einnar síðu valbar:
Byjar í ELEMENTOR, þar sem þú byggir útlitið á forsíðunni:
- Velur hverja SECTION sem á að vera í valbarnum
- Ferð í ADVANCED í valbarnum til vinstri og setur nafnið í CSS ID (ekki nota bil eða íslenska stafi) t.d. um-okkur
Svo ferðu í Dashboard – Appearance – Menu:
- Tekur burt það sem ekki á að vera (í hægri dálknum, smellir á örina lengst til hægri og þá koma möguleikar, velja remove)
- Velur CUSTOM LINKS (næst neðst í Add Menu Items, til vinstri)
- Setur # og nafnið sem er á SECTION-INNI, t.d. #um-okkur
- Í link text seturðu orðið sem á að birtast í valbarnum á forsíðunni, t.d. Um okkur, eða bara UM
Valbar með undirsíðum
Svona gerirðu valbar með undirsíðum:
Þú ferð í Dashboard – Appearance – Menu:
- Velur forsíðu valbarinn, header menu (efst)
- Tekur burt það sem ekki á að vera (í hægri dálknum, smellir á örina lengst til hægri og þá koma möguleikar, velja remove)
- hakar í þær síður í vinstri dálknum sem eiga að vera í valbarnum og velur fyrir neðan “Add to Menu”.
- Dregur svo síðurnar í þá röð sem þú vilt hafa.
- ýtir á Save Menu neðst til hægri.